Hver er Rally Palli

Páll Halldór Halldórsson (stundum kallaður Rally Palli) er fæddur og uppalinn í Hnífsdal. Hann gekk þar í barnaskóla ásamt 6 bekkjarsystkinum. Leiðin lá þaðan í Gagnfræðiskólann á Ísafirði og eftir það í Iðnskólann á Ísafirði. Hann káraði þó ekki samning í bifvélavirkjun, eins og stóð til.

Palli vann í Íshúsfélagi Ísfirðinga og ók flutningabílum fyrir Ármann Leifsson, vöruflutningabílstjóra í Bolungarvík. Hann flutti til Reykjavíkur 1988 og kynnstist þá eiginkonu sinni á Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni. Síðan þá hefur hann unnið meðal annars sem sviðstjóri hjá Stöð 2 og við akstur á ferðamönnum á bílum Hafþórs Ferdinandssonar. Einnig vann hann hjá Bílaumboðinu Öskju sem sölustjóri atvinnubíla og sinnti því starfi í 11 ár.

Í dag er hann sjálfstætt starfandi hjá sínu eigin fyrirtæki sem hann hefur rekið síðan 1997 sem heitir Jópal ehf. Jópal sérhæfir sig í akstri ferðamanna auk annara sérhæfra verkefna, svo sem breytingum á Sprinter.

Palli og frú Kristín eiga 5 dætur og er hann fyrir löngu síðan orðin afi. Áhugamál þeirra eru skiljanlega bílar, fólk og ferðalög.

Rallý Palli er á Facebook, þú finnur hann hér!