Yfirlit yfir jeppabreytingar

Palli hefur alla tíð lagt mikinn metnað uppúr því að breyta og laga sína bíla, svo hægt sé að nota þá við erfiðar og krefjandi aðstæður. Má þar nefna alla þá rallýbíla sem hann hefur átt og ekið og ekki síður jeppa og önnur tæki.

Palli sá um breytingar á sínum Sprinter í samstarfi við vini og félaga. Þar helsta má nefna Aron Árnason og Birgi Guðmundsson hjá Jeppaþjónustunni Breyti, vini og vinnufélga hjá Bílaumboðinu Öskju, Sigurð Reynisson og Benedikt Ólafsson.

Hikið ekki við að hafa samband, ef þið viljið vita meira um breytingar á Sprinter eða fá tilboð í breytingar.
Hafið samband hér eða á Facebook.