Öryggismál

Rally Palli er aðili að SAF, Samtökum Ferðaþjónustunnar og einnig með öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu.   Bílar að sjálfsögðu útbúnir með slökkvitækjum, sjúkrakössum auk annars búnaðar sem þurfa þykir á fjöllum við erfiðar aðstæður.

Hann hefur sótt hin ýmsu námskeið, þám skyndihjálp, notkun GPS tækja, auk þess sem hann hefur haldið námskeið fyrir kolleka sína er snýr að akstri og meðhöndlun ökutækja.  Er með öll tilskilin réttindi til aksturs ökutækja, auk þess sem hann hefur svokallað A keppnisskírteini rallbifreiða.