Rallyferill Rally Palla

Palli fór í sína fyrstu rallýkeppni í mars 1988 og þá var ekki aftur snúið. Hann vann til verðlauna í öllum þeim akstursíþróttum sem hann prófaði, á rallýbílum, rallýcrossbílum, snjósleðum og mótorhjólum svo eitthvað sé nefnt.

Nokkrum sinnum varð hann Íslandsmeistari í Ökuleikni.  Hátindur keppnisferlisins er þó árin 1997 – 2000 þegar hann og Jóhannes Jóhannesson óku Mitsubishi Lancer Evo IV fyrir Keppnislið Jópal.

Keyptur var glænýr bíll frá Japan og hann sendur til Wales í Bretlandi, þar sem Graham Quick breytti bílnum og styrkti í samráði við þá Jópal bræður og bílaumboðið Heklu.  Fjölmörg fyrirtæki studdu þá félaga í reksti bílsins, eins og sjá má á myndum.  Útkoman var glæsileg, Lancerinn kom um mitt sumar 1997 og urðu þeir félagar Íslandsmeistarar 1998.